Mikill hiti kominn í stuðningsmenn Keflavíkur og Njarðvíkur
Eins og flestir vita er 1. leikurinn í úrslitaeinvíginu á milli Keflavíkur og Njarðvíkur í kvöld kl. 20:00. Greinilegt er að mikill hiti er kominn í stuðningsmenn beggja liða og skiptast þeir á skilaboðum þessa dagana á spjallsíðum félaganna. Nokkuð er um skemmtilegt efni á þessum síðum en þó virðast vera nokkuð margir sem eru þarna til að „kasta skít á náungann“.