Mikill áhugi á handboltanum
Þriðji flokkur karla frá Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar, HKR, eru á leið á Akureyri um helgina og ætla að nýta ferðina með því að keppa þrjá leiki gegn Þór, KA og Völsungi. Strákarnir greiða ferðina að mestu leiti sjálfir enda lítið um fjármagn hjá félaginu ennþá.
Handboltinn hefur farið hratt af stað í Reykjanesbæ og er HKR, Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar, starfandi handknattleiksfélag í bænum í dag. HKR hefur verið starfandi í um tvö ár og eru iðkendur frá 5 ára aldri upp til fullorðna. Einar Sigurpálsson er formaður félagsins.
„Þetta kemur í bylgjum. Við erum að búast við smá aukningu eftir HM á næsta ári eins og gerðist eftir EM 2009 enda erum við með stórkostlegt landslið sem heillar flesta íþróttaiðkenndur,“ sagði Einar aðspurður hvort hann væri að búast við aukningu í félaginu. Fleiri þjálfarar hjá félaginu eru Guðfinnur Magnússon, Ágúst Fannberg og Guðný Andrésdóttir.
Nánar um handboltann í blaðinu á fimmtudaginn.
VF-Myndir/siggijóns
Einar Sigurpálsson, þjálfari 3. flokks og formaður HKR.
-