Mikil spenna í Sparisjóðsmótinu
Sesselja Þórðardóttir og Marinó Haraldsson urðu hlutskörpust í Sparisjóðsmótinu í pútti sem fram fór í gær en mótið var styrkt af Sparisjóðnum í Keflavík. Sesselja varð sigurvegari í kvennaflokki á 68 höggum og þá fékk hún einnig bingóverðlaunin með 7 holur í höggi. Í karlaflokki var Marinó Haraldsson efstur með 65 högg en Heiðar Viggósson fékk flest bingó í karlaflokki.
Keppnin í báðum flokkum var æsispennandi en í karlaflokki réðust úrslitin í þreföldum bráðabana. Allir þrír efstu púttararnir luku keppni á 65 höggum en Marinó hafði betur í bráðabönum gegn Jóni Ísleifssyni og Heiðari Viggóssyni.
Í kvennaflokki var Sesselja öruggur sigurvegari en þær María Einarsdóttir og Jóhanna Árnadóttir kepptu um annað sætið í bráðabana þar sem María hafði betur.
Að móti loknu var það Sparisjóðurinn í Keflavík sem bauð til kaffiveislu.
Lokastaðan í mótinu var sem hér segir:
Konur
Sesselja Þórðardóttir-68 högg
María Einarsdóttir-69 högg
Jóhanna Árnadóttir-69 högg
Bingó: Sesselja Þórðardóttir, 7 bingó
Karlar
Marinó Haraldsson-65 högg
Jón Ísleifsson-65 högg
Heiðar Viggósson-65 högg
Bingó: Heiðar Viggósson-9 bingó
Mynd 1: Bingóverðlaunahafarnir Sesselja Þórðardóttir og Heiðar Viggósson ásamt Baldri Guðmundssyni, fyrir miðju, frá Sparisjóðnum í Keflavík.
Mynd 2: Sigurvegarar í karlaflokki.
Mynd 3: Sigurvegarar í kvennaflokki.