Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikið um að vera í boltanum
Föstudagur 2. júlí 2004 kl. 16:55

Mikið um að vera í boltanum

Nú er stutt í að leikir kvöldsins hefjist í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppninnar. Njarðvíkingar taka á móti Kr-ingum, Grindvíkingar heimsækja Fylki í Árbæinn og Reynismenn halda til Kópavogs þar sem HK tekur á móti þeim. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Í Garðinum taka svo Víðismenn á móti sterku liði ÍR kl. 20.00 í deildarkeppni 2. deildar og Keflavíkurstúlkur heimsækja Hauka að Ásvöllum í 1.deild og hefst sá leikur líka kl. 20.00. Það er því nóg um að vera í fótboltanum á Suðurnesjum í kvöld.

VF-mynd: Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024