Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikið í húfi hjá Grindavíkurstúlkum á næstunni
Miðvikudagur 17. ágúst 2011 kl. 09:40

Mikið í húfi hjá Grindavíkurstúlkum á næstunni

Einn mikilvægasti leikur sumarsins hjá Grindavíkurstelpum fer fram á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld þegar þær taka á móti Þrótti í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í Pepsi-deild kvenna. Eftir tvo óvænta sigurleiki í röð á Grindavík enn möguleika að halda sæti sínu í deildinni en þá verða þær líklegast að vinna í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík er næst neðst með 7 stig en Þróttur í neðsta sæti með 6 stig. Fari Grindavík með sig ur af hólmi kemst liðið upp að hlið KR og því er gríðarlega mikið í húfi en síðan mætast KR og Grindavík í næstu umferð þar á eftir.

Á heimasíðu Grindvíkinga eru heimamenn hvattir til þess að mæta á Grindavíkurvöll í kvöld til þess að hvetja stúlkurnar til dáða í þessum mikilvægasta leik sumarsins.

MyndVF: Shaneka Gordon var valin besti leikmaður 13. umferðar en hún skoraði þá tvö mörk og hjálpaði mikið til við 3-2 á Breiðablik.