Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 8. mars 2003 kl. 14:59

Mikið fjör á Samkaupsmótinu

Samkaupsmótið í körfuknattleik hófst í dag en mótið er haldið af körfuknattleiksdeildum Keflavíkur og UMFN. Metþátttaka er á mótinu en rúmlega 600 börn eru nú í Reykjanesbæ vegna þessa. Í dag eru leikir bæði í íþróttahúsinu við Sunnubraut og í Njarðvík og er leikið á öllum völlum, margir leikir í gangi í einu. Krakkarnir gera meira en að spila körfu því í dag fara þau einnig í bíó í Sambíóunum í Keflavík. Í kvöld verður svo kvöldvaka þar sem von er á óvæntum gesti.

Mynd: Úr leik í íþróttahúsi Njarðvíkur. Njarðvíkingar léku vel í þessum leik. VF-mynd: SævarS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024