Miðvörður frá Slóveníu til Keflavíkur á reynslu
Keflvíkingar munu fá miðvörð til reynslu á morgun en um er að ræða slóvenskan leikmann. Þetta sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, við Fótbolta.net í dag.
Leikmaðurinn mun æfa með liðinu í viku. Hann hefur leikið í úrvalsdeildinni í Bosníu og Slóveníu.
Keflavík hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Lengjubikarnum en í dag vann liðið stórsigur á Tindastóli.