Miður sín yfir meiðslum Stefan
Tilfinningar í hita leiksins
Vatnsberi Njarðvíkinga, Aron Teitsson, var miður sín yfir þeim tíðindum að Stefan Bonneau vinur hans hafði meiðst illa í leik gegn Stjörnunni í gær, þegar ljóst var að bakvörðurinn snjalli hafði slitið hásin. Aron er sonur Teits Örlygssonar aðstoðarþjálfara og hann lifir sig augljóslega inn í leikinn af mikilli ástríðu líkt og faðir hans er þekktur fyrir.
Leikmenn hughreystu strákinn á bekknum, sem var fljótur að braggast.