Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Midtjylland virðast klárir í síðari leikinn
Mánudagur 30. júlí 2007 kl. 16:21

Midtjylland virðast klárir í síðari leikinn

Danska úrvalsdeildin í knattspyrnu er rétt skriðin af stað og um helgina lauk annarri umferð í deildinni þar sem Midtjylland, andstæðingar Keflavíkur í UEFA keppninni, fóru með stórsigur af hólmi gegn Bröndby 5-0.

 

Silfurliðið í dönsku úrvalsdeildinni frá síðustu leiktíð virðist því vaknað úr rotinu sem það fékk í Keflavík svo gera má ráð fyrir að það verði á brattann að sækja hjá Bikarmeisturum Keflavíkur á fimmtudag.

 

Ómar Jóhannsson fer ekki með Keflvíkingum til Danmerkur á morgun þar sem hann og unnusta hans eiga von á barni og því mun Bjarki Freyr Guðmundsson standa á milli stanganna á fimmtudagskvöld þegar liðin mætast öðru sinni í UEFA keppninni.

 

Keflavík hafði 3-2 sigur í leiknum sem fram fór í Keflavík en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöld kl. 19 að dönskum tíma eða kl. 17 að íslenskum tíma.

 

VF-mynd/ Hilmar Bragi - Guðmundur Steinarsson í baráttunni gegn Midtjylland í fyrri leik liðanna á Keflavíkurvelli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024