Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðjumoð á Njarðvíkurvelli: Jafnt hjá Leikni og Reyni
Föstudagur 24. ágúst 2007 kl. 21:20

Miðjumoð á Njarðvíkurvelli: Jafnt hjá Leikni og Reyni

Njarðvíkingar máttu sætta sig við 0-1 ósigur gegn Þrótti Reykjavík í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór fram á Njarðvíkurvelli og var miður skemmtilegur áhorfs. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru þokkalegar en bæði lið lögðu ofurkapp á það að framkvæma sem svakalegustu tæklingarnar og úr varð einhverskonar skriðlappastríð á Njarðvíkurvelli. Reynir Sandgerði nældi sér í stig á útivelli í kvöld er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Leikni en þessi tvö lið berjast hart á botni deildarinnar.

 

Lítið var að gerast framan af leik á Njarðvíkurvelli og skiptust liðin á því að byggja upp sóknir í hendingum sem oftar en ekki runnu út í sandinn og aftur fór boltinn inn á miðjuna í moðið.

 

Á 34. mínútu dró til tíðinda þegar sóknarmaður Þróttar var felldur í vítateig Njarðvíkur og dæmd var vítaspyrna. Hjörtur Hjartarson tók spyrnuna og skoraði af öryggi í vinstra hornið en Albert Sævarsson, markvörður Njarðvíkinga, valdi hægra hornið. Þróttur leiddi 1-0 í hálfleik en nokkuð kapp hljóp í bæði lið þegar flautað var til síðari hálfleiks.

 

Oft mátti minnstu muna að illa færi í mörgum tæklingunum og gerði mikill órói vart um sig á millum liðanna. Gestirnir úr Reykjavík voru ívið sterkari aðili í leiknum og voru meira með boltann. Undir lok leiksins áttu Njarðvíkingar nokkrar fínar sóknir en þeir voru ekki beittir og ógnuðu í raun aldrei almennilega marki Þróttar.

 

Eftir sigurinn í kvöld eru Þróttarar á toppi 1. deildar með 40 stig en Njarðvíkingar sitja í 8. sæti með 16 stig.

 

Reynismenn gerðu jafntefli við Leikni í Reykjavík og eru því enn á botni deildarinnar og nú með 12 stig.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ [email protected]

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024