Miði er möguleiki
Suðurnesjaliðin í karlaboltanum hefja leik í deildarkeppnunum í knattspyrnu í kvöld. Keflavík mætir KR í Vesturbænum og þá leika Suðurnesjaliðin sinn fyrsta leik í 1. deild karla. Víkurfréttir tóku púlsinn á liðunum fyrir leiki kvöldsins.
KR-Keflavík kl. 20:00 á KR velli í Reykjavík
Keflavík spáð 4. sæti
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Guðmundur Mete verður ekki með í kvöld en það kemur í ljós með Kenneth. Gamla góða takið hjá Keflavík á KR mun hafa áhrif í kvöld, svona hlutir hafa alltaf áhrif og gefur okkur ákveðinn byr og ég tala nú ekki um ef við náum að skora á undan. Ef það gerist detta inn hugsanir hjá KR um hvort þeir séu nú enn eina ferðina að fara að lenda í vandræðum gegn okkur.
Byrjunarliðið verður tilkynnt síðar í dag, rétt fyrir leik. Það er snilld að hafa fengið Ingva Rafn aftur inn á æfingar
Ég er að flestu leyti sáttur við lokasprettinn á undirbúningstímabilinu og höfum verið að
Við horfum fram á veginn því miði er möguleiki, það er alltaf möguleiki og við höfum sterka leikmenn innan okkar raða þó okkur hafi ekki tekist að búa til jafn mikla breidd og þessi þrjú lið sem spáð var í toppsætin.
Reynir-Fjölnir kl. 20:00 – Sparisjóðsvöllurinn í Sandgerði
Reyni var spáð 11. sæti í deildinni
Jakob Jónharðsson, þjálfari Sandgerðinga
Það eru allir klárir hjá okkur. Lokahnykkurinn á undirbúningstímabilinu varð alltaf betri og betri og við fengum sterka stráka inn í hópinn en hópurinn var frekar þunnur framan af undirbúningstímabilinu. Við erum sáttir eins og staðan er í dag og stefnan er bara upp á við hjá okkur því okkar markmið er að vera í þessari deild, allt annað er plús fyrir okkur. Okkur er alveg sama um allar spár.
Menn eru einbeittir og við höfum verið að æfa vel, það er okkar helsta mál. Strákarnir hafa haft það á orði að þeir hafa sjaldan eða aldrei komið jafn tilbúnir til leiks. Við munum koma sterkir til leiks í kvöld þar sem við erum á heimavelli. Reynir hefur sýnt það að það kemur ekkert lið á Sparisjóðsvöllinn nema hafa fyrir hlutunum, það sönnuðum við gegn KR og öðrum sterkum liðum á undirbúningstímabilinu.
Leiknir-Njarðvík kl. 20:00 á Leiknisvelli
Njarðvíkingum var spáð 9. sæti í 1. deild
Guðni Erlendsson, fyrirliði Njarðvíkinga
Ég og Bjarni Sæmundsson verðum ekki með í kvöld því við þurfum að hvíla í nokkrar vikur. Við eigum báðir við smávægileg hnémeiðsli að stríða. Það er því nokkur blóðtaka á miðjunni hjá okkur. Gestur Gylfason og Albert Sævarsson hafa verið frá síðustu daga en þeir verða í toppstandi í kvöld.
Við erum nýliðar í deildinni og reiknuðum alveg með því að fá svona spá en við erum með aðrar hugmyndir en svona er bara spáin. Okkar lið er blandað af ungum og reyndum leikmönnum en deildin í ár er stórt spurningamerki. Þetta er í fyrsta sinn þar sem 1. deildin er 12 liða deild og þau lið með mestu breiddina munu líklega standa sig hvað best í sumar. Deildin byrjar snemma og endar seint svo meiðsli munu örugglega setja strik í reikninginn hjá flestum liðum.
Við erum ekki með stóran hóp en hann er þéttur og sprækur. Okkar markmið er að festa okkur í sessi sem alvöru 1. deildar lið en við erum að fara af sigursælasta velli síðasta sumars og við reiknum með að þurfa að leika okkar fyrsta leik á Keflavíkurvelli. Annar heimaleikurinn ætti svo að nást á nýja vellinum en við sjáum til hvort það tekst að hafa hann klárann.
Leiknismenn eru vinnusamt lið og þar eru miklir félagsmenn. Þetta verður jafn leikur en það er mikilvægt fyrir okkur að byrja mótið vel. Það hefur sýnt sig að þegar við byrjum vel þá rúllar þetta fínt hjá okkur.
Stjarnan-Grindavík kl. 20:00 á Stjörnuvelli í Garðabæ
Grindvíkingum spáð 1. sæti í 1. deild
Síðustu vikur hafa verið nokkuð þungar hjá okkur en lokaspretturinn á undirbúningstímabilinu var góður og stemmningin er kominn í gott horf og allir klárir fyrir deildarkeppnina. Reyndar verða Ray Anthony Jónsson og Albert Arason ekki með okkur í kvöld því þeir taka út leikbann þannig að við missum tvo sterka pósta út úr vörninni en það koma inn ungir og sterkir strákar í þeirra stað.
Við lékum gegn Stjörnunni í deildarbikarkeppninni og töpuðum þar 5-0 svo við vitum alveg hvað þeir geta og verðum klárir í slaginn í kvöld. Okkur var spáð 1. sæti í deildinni en spáin er meira svona til gamans gerð. Grindavík var nú eitt sinn spáð 1. sæti í úrvalsdeild og það var ekkert að hjálpa okkur. Það er samt gaman að sjá hvaða álit aðrir hafa á okkur en spáin hefur ekkert að segja þegar á hólminn er komið.
Í 12 liða 1. deild er meira rúm fyrir mistök en áður en við hugsum ekki þannig. Ég yrði sáttur við að ná í stig í Garðabæ í kvöld og það er alltaf mikilvægt að byrja öll mót vel.
Ég er kominn aftar á völlinn og verð í hafsentinum í sumar. Maður lumar sér
Það er gríðarlegur hugur í mönnum og kominn fiðringur í hópinn. Ég ætla að bjóða strákunum í kaffi til foreldra