Miðbær sigraði í skotkeppni
Fyrirtækjamót Skotdeildar Keflavíkur í leirdúfuskotfimi var haldið þann 14. maí sl. Skotnar voru 75 dúfur og svo 25 dúfur í úrslitum. Hörð barátta var um 2. og 3. sætið og þurfti bráðabana milli Guðna Pálssonar og Guðmundar Óskarssonar til að ná fram úrslitum. Sigurvegarinn í mótinu var Páll Guðmundsson, fyrir Miðbæ, en hann skaut 87 dúfur, Guðni Pálsson (Orka Snorri G. Guðmundsson) varð í öðru sæti með 81 dúfu skotna og í þriðja sæti varð Guðmundur Óskarsson (Kaupfélagi Suðurnesja), einnig með 81 dúfu. Skotdeild Keflavíkur vill koma á framfæri þökkum til þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í mótinu.