Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðasala hafin á bikarúrslitaleikinn
Keflvíkingar leika í gulu á Laugardalsvelli. Mynd/Jón Örvar.
Þriðjudagur 12. ágúst 2014 kl. 14:30

Miðasala hafin á bikarúrslitaleikinn

Keflvíkingar leika í gulu á Laugardalsvelli

Miðar á bikarúrslitaleik Keflavíkur og KR verða seldir í bílasölu K. Steinarsson (Kia-umboðinu) þriðjudag til föstudags kl. 10:00 - 18:00 alla dagana. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir 17 ára og eldri en 500 kr. fyrir 11 til 16 ára.  Frítt er fyrir 10 ára og yngri.

Upphitun fyrir stuðningsmenn liðsins verður í Ölver í Glæsibæ frá kl. 12:00 á leikdegi og fram að leik. Þar verða veitingar á góðu verði í boði fyrir Keflvíkinga. Þaðan verður gengið fylktu liði niður á völl u.þ.b. klukkutíma fyrir leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miðar eru ónúmeraðir en Keflvíkingar verða norðanmegin í stúkunni, þ.e. nær Laugardalslauginni.  Þess má geta að treflar og derhúfur sem gerðar eru sérstaklega fyrir leikinn verða til sölu hjá K. Steinarssyni. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta í félagslitunum en Keflavík mun reyndar spila í gulum búningum í leiknum en KR-ingar í sínum hefðbundnu búningum.