Michael Craion snýr aftur til Keflavíkur
Michael Craion fyrrum leikmaður Keflavíkur mun semja við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur um að leika með félaginu í Dominos deild karla á komandi tímabili. Þetta hafa Víkurfréttir eftir traustum heimildum. Craion kom fyrst til Keflavíkur árið 2012 og lék með liðinu í tvö timabil áður en hann samdi við KR-inga árið 2014 þar sem hann lék önnur tvö tímabil eða til ársins 2016.
Craion fór á kostum bæði með liði Keflavíkur og KR og er talinn með betri könum sem hafa spilað hér á landi. Hann var valinn besti erlendi leikmaður tímabilsins þrjú ár í röð tímabilin 2013-2014 með Keflavík, 2014-2015 og 2015-2016 með KR. Craion varð bikarmeistari með Keflavík árið 2012 og aftur með KR árið 2016. Hann varð síðan Íslands- og deilarmeistari bæði tímabilin sem hann spilaði með KR og var einnig útnefndur besti leikmaður úrslitakeppni Dominos deilarinnar árið 2015.
Michael Craion að troða gegn Grindavík en hann var með 21.4 stig og 13.1 fráköst að meðaltali í leik sitt fyrsta tímabil með Keflavík.