Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Metþátttaka í Ragnarsmótinu í ár
Mánudagur 28. febrúar 2011 kl. 11:21

Metþátttaka í Ragnarsmótinu í ár

Ragnarsmótið, hið árlega minningarmót um einn besta knattspyrnumann Keflavíkur, Ragnar Margeirsson, var haldið á laugardaginn í Reykjaneshöllinni og var metþátttaka í ár. Allur ágóði af mótinu rennur til góðgerðarmála.

Gamlar kempur mættu í mótið og skemmtu gestum með gamalkunnum töktum en aldurstakmark keppenda var 35 ár. Sem dæmi mátti sjá Birki Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, Heimir Guðjónsson, þjálfara FH, Sigurð Björgvinsson, Gunnar Oddsson, báðir fyrrverandi leikmenn Keflavíkur, KR og fleiri liða og marga fleiri. Sigurvegarar í ár var lið KR sem lék úrslitaleik við  lið undir merkjum Breiðabliks en í því voru m.a. Zoran Ljubicic, Íslandsmeistari í Futsal með Keflavík og þjálfari yngri flokka Keflavíkur og Heimir Porca, fyrrum þjálfari meistaraflokks Keflavíkur í kvennaflokki.

Það eru gamlir félagar Ragnars sem standa að mótinu sem hefur verið haldið undanfarin ár.

Fleiri myndir frá mótinu má sjá í ljósmyndasafni Víkurfrétta með því að smella hér.

Ljósmyndir: Siggi Jóns



Sigurvegarar í ár voru strákarnir úr vesturbænum eftir vítaspyrnukeppni við lið Breiðabliks.



Það voru ekki allir markverðir með markmannshanska og redduðu sér sumir með rafsuðuhönskum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024