Metþátttaka á herrakvöldi UMFN
Metþátttaka var á herrakvöldi KKD Njarðvíkur s.l. laugardag en alls mættu 152 í mat. Alþingismaðurinn Gunnar Örn Örlygsson stjórnaði veislunni af kostgæfni og þá var Ólafur Thordersen ræðumaður kvöldsins. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson tók nokkur vel valin lög og Úlfar Linnet fór með gamanmál.
Sparisjóðurinn í Keflavík kom færandi hendi og afhenti KKD Njarðvíkur 300 þúsund króna framlag og stuðningsmenn félagsins voru virkir í uppboðinu sem engan svíkur á herrakvöldinu.