Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Metþátttaka á GeoSilica-móti Keflavíkur um helgina
Þátttakendur í GeoSilica-mótinu sýndu snilldartakta og skemmtu sér hið besta. VF-myndir/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 20. febrúar 2023 kl. 11:15

Metþátttaka á GeoSilica-móti Keflavíkur um helgina

Síðastliðna helgi, dagana 18. og 19. febrúar, fór GeoSilica-mót Keflavíkur fram í Nettóhöllinni. Þátttaka mótsins fór fram úr öllum væntingum í ár en alls voru 1.200 stúlkur í 5., 6., og 7. flokki skráðar til leiks. Á laugardeginum spiluðu 6. og 7. flokkur og á sunnudeginum spilaði 5. flokkur. Mótið var nú haldið í sjöunda sinn í samstarfi við kvennaknattspyrnuna í Keflavík og GeoSilica Iceland en stefna fyrirtækisins hefur alltaf verið skýr frá upphafi:

Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland, hafði gaman af að fylgdjast með knattspyrnusnillingum framtíðarinnar.

„Við teljum það vera skylda okkar sem fyrirtæki á Suðurnesjum að styðja við kvennaknattspyrnuna og hvetja ungar stelpur í íþróttum. Það er alltaf jafn ánægjulegt að bjóða yngri flokka landsins velkomna til Keflavíkur og við vonum að stelpurnar og fjölskyldur þeirra hafi skapað góðar minningar á mótinu,“ segir Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland. Leikmenn meistaraflokka Keflavíkur dæmdu leikina og tóku einnig þátt í að útbúa auglýsingaefni fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við GeoSilica í aðdraganda mótsins. Myndböndin hafa verið birt á Instagram síðum GeoSilica og knattspyrnudeildar Keflavíkur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Keflvíkingar gera sig klára í leik.
Það voru mýmörg tilefni til að gleðjast.
Liðsfélagar hjálpa hver öðrum.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, fylgdist með stelpumótinu í Nettóhöllinni um helgina og má sjá myndasafn frá GeoSilica-mótinu neðst á síðunni.

GeoSilica-stelpumót í fótbolta | 18.–19. febrúar 2023