Metnaður hjá golfklúbbi Grindavíkur og fleiri klúbbum
Í síðustu viku afhenti Golfleikjaskólinn Golfklúbbi Grindavíkur 100 eintök af Myndskreyttu golfreglubókinni. Golfklúbburinn ætlar með þessum bókum að hjálpa klúbbmeðlimum að bæta sitt skor með því að auðvelda þeim leið að lausn ef til vandræða kemur á golfvellinum. Myndskreytta golfreglubókin inniheldur þær golfreglur sem oftast koma fyrir og er handhæg og skýr.
Þó nokkrir golfklúbbar hafa keypt Myndskreyttu golfreglubókina fyrir sína meðlimi til þess að bæta leik þeirra og þekkingu á algengustu golfreglunum á auðveldan og aðgengilega hátt.
Mynd: Anna Día Erlingsdóttir, stjórnandi Golfleikjaskólans, afhendir Myndskreyttu golfreglubókina í Grindavík í síðustu viku.