Metin féllu í Ljónagryfjunni
Þrjú Norðurlandamet og átján Íslandsmet voru slegin á Reykjanesmótinu í kraftlyftingum sem var haldið í Íþróttahúsinu í Njarðvík laugardaginn 13.nóvember. Mótshaldari var Massi, Lyftinga- og líkamsræktardeild UMFN, en mótið var haldið til styrktar Allý litlu. Keppnisgjald og aðgangseyrir rann til hennar alls 67.000 kr., en auk þess lét Massi af hendi rakna 50.000 kr. svo að samtals söfnuðust 117.000 kr. á þessu móti. Alls mættu 16 keppendur að þessu sinni til leiks frá flestum stöðvum á landinu. Þetta öfluga mót er eitt stærsta mótið á mótaskrá Kraftlyftingasambands Íslands.
Strax í fyrstu lyftum fóru metin að falla. Fyrstur sté fram á gólfið Hörður Birkisson. Hann þríbætti Íslandsmet öldunga í 67.5kg flokki í hnébeygju í 130kg og tvíbætti metið í bekkpressu í 90kg og að lokum bætti hann samanlagða árangurinn í 395kg. Halldór Eyþórsson tvíbætti hnébeygjumetið í 82.5kg flokki, lyfti fyrst 285 og svo 292.5kg. Þá setti hann Íslandsmet öldunga í samanlögðum árangri 722.5kg. Jón Gunnar Hannesson bætti öldungametið í hnébeygju í 75kg flokki í 165kg og svo bætti hann metið í bekkpressu í sama flokki 87.5kg. Halldór Eyþórsson tvíbætti hnébeygjumetið í 82.5kg flokki, lyfti fyrst 285 og svo 292.5kg. Þá setti hann Íslandsmet öldunga í samanlögðum árangri 722.5kg. Jón Gunnarsson tvíbætti Norðurlandamet öldunga í 90.kg flokki í hnébeygju, lyfti fyrst 312.5 og síðan 322.5kg. Þá bætti hann samanlagða metið í 830kg. Gamla metið var sett 1982 af Finnanum Kumpuniemi. Dómarar með alþjóðleg réttindi dæmdu svo metin fást staðfest. Jón Gunnarsson þríbætti Íslandsmetið í hnébeygju í 90kg flokki, lyfti fyrst 300, svo 312.5 og svo að lokum 322.5kg. Þá bætti Jón Íslandsmetið í bekkpressu í sama flokki og lyfti 207.5kg og að lokum bætti hann samanlagða árangurinn í 830kg.
Í 110kg. flokki unglinga bætti Ægir Jónsson Íslandsmetið í bekkpressu í 222.5kg.
Í 110kg. flokki karla bætti Jakob Baldursson Íslandsmetið í bekkpressu í 245kg.
Besta stigaárangri í hnébeygju náði Auðunn Jónsson 214.5 stig.
Besta stigaárangri í bekkpressu náði Jakob Baldursson 144.7 stig.
Besta stigaárangri í réttstöðulyftu náðu Auðunn Jónsson 203.5 stig.
Besta stigaárangri í samanlögðu náði Auðunn Jónsson 542.8 stig.
Besta stigaárangri heimamanns í samanlögðu náði Sævar Borgarsson 479.0 stig.
Tilþrifabikarinn sem er veittur þeim sem lætur verst og hæst á palli féll Ólafi Sveinssyni í skaut.
Greiparbikarinn sem veittur var fyrir aukagrein í mótinu sem fólst í að keppendur og áhorfendur héldu á 100kg í hvorri hönd í sem lengstan tíma féll Halldóri Eyþórssyni í skaut og hélt hann í 72,46.sek.
Ferðina með Icelandair til Evrópu sem dreginn var úr keppendum í keppninni um greiparbikarinn fékk Ægir Jónsson.
Þess má geta að Auðunn gaf stigabikarinn sinn til Allýar til minningar um mótið hennar.
Katrín móðir Allýar vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til allra keppenda og áhorfenda á mótinu.
FLOKKUR 67.5kg HB BP RL SAMT
Hörður Birkisson 67,3 130 90 175 395kg
FLOKKUR 75kg
Jón Gunnar Hannesson 74.3 167,5 87,5 182.5 437.5kg
FLOKKUR 82.5kg
Halldór Eyþórsson 82.1 292.5 152.5 277.5 722.5kg
Sævar Ingi Borgarson 82.5 260 190 265 715kg.
Hörður Arnarson 82.o 165 92.5 207.5 465kg
FLOKKUR 90kg
Jón Gunnarsson 90 322.5 207.5 300 830kg.
Ólafur Sveinsson 87 240 162.5 220 622.5kg
FLOKKUR 110kg
Ægir Jónsson 109.4 315 222.5 302.5 840kg.
Jakob Baldursson 108.5 240 245 245 730kg
Svavar Smárason 107.5 235 210 240 685kg.
Sturla Ólafsson 102.2 230 165 250 645kg
Ragnar A Guðmunds 108.4 210 170 250 630kg
FLOKKUR +125kg
Auðunn Jónsson 130.2 380 220 360 960kg
Sigfús Fossdal 135.1 292.5 220 300 812.5kg
Ásbjörn Ólafsson 135.9 250 170 245 665kg.
Stefán Sölvi Pétursson 149.6 féll úr keppni