Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mete í Tyrklandi
Miðvikudagur 5. desember 2007 kl. 12:37

Mete í Tyrklandi

Fram kom í útvarpsþættinum Mín Skoðun með Valtý Birni í gær að knattspyrnumaðurinn Guðmundur Viðar Mete væri nú staddur í Tyrklandi á reynslu hjá Kasimpassa. Liðið er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni og kemur frá Istanbul.

 

Kasimpassa reyndi að fá Guðmund til sín áður en félagaskiptaglugginn lokaði þann 1. september síðastliðinn en ekkert varð af þeirri för í það skiptið.

 

Guðmundur er 26 ára gamall varnarmaður og gerði í sumar þriggja ára samning við Keflvíknga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024