Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mete átti í viðræðum við tyrkneskt lið
Mánudagur 3. september 2007 kl. 15:51

Mete átti í viðræðum við tyrkneskt lið

Varnarmaðurinn Guðmundur Viðar Mete, leikmaður Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, mun ekki fara frá Keflvíkingum eins og mögulegt var þar sem hann átti í viðræðum við tyrkneskt lið.

 

Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar í dag en Guðmundur staðfesti í samtali við www.fotbolti.net að hann hefði átti í viðræðum við lið út en að hann myndi ekki fara að svo stöddu.

 

Guðmundur sagði einnig við fotbolta.net að möguleiki væri á því að hann færi til Tyrklands þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Guðmundur gerði þriggja ára samning við Keflvíkinga í október á síðasta ári en Keflavík missti nýverið þá Baldur Sigurðsson og Símun Samuelsen út í atvinnumennskuna.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024