Metabolic fyrir unglinga hefst á mánudaginn
Helgi Jónas Guðfinnsson hefur hannað sérstakt Metabolic unglinganámskeið, fyrir 13-15 ára, 7.-9. bekk, sem hefst n.k. mánudag. Helgi segir mikla vöntun á framboði á hreystiþjálfun fyrir unglinga á þessum aldri í Reykjanesbæ og vonast til að geta bætt hér úr. „Metabolic tímarnir eru allir þannig að þátttakendur vinna á sínu álagi. Þannig hentar námskeiðið bæði þeim sem eru ekki í hreyfingu og finna sig jafnvel ekki í íþróttum og þeim sem eru í íþróttum en vantar að sinna styrktarþjálfuninni betur“ segir Helgi og bætir við að með styrktarþjálfun fyrir unglinga er ekki verið að tala um miklar þyngdir heldur meira unnið með eigin líkamsþyngd eða léttar þyngdir og mikið lagt uppúr stöðugleikaþjálfun og almennri hreystiþjálfun. ,,Markmiðið með Metabolic hópatímunum er að auka styrk, kraft, hraða og þol. Í kjölfarið fylgir Þessu töluverð fitubrennsla“ segir Helgi. Við vinnum mikið með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt.
Helgi segir mikilvægt að framkvæma styrktaræfingar rétt allt frá fyrsta degi í lyftingasalnum. Við fæðumst ekki með þekkingu á hvernig við eigum að beita líkamanum við lyftingar heldur lærum við þá færni en ég ætla að leggja mikla áherslu á að kenna Metabolic unglingunum rétta líkamsbeitingu og að framkvæma æfingar rétt svo námskeiðið ætti að vera virkilega traustur og góður grunnur að frekari styrktarþjálfun í framtíðinni. Það verður ekkert um vigtanir eða fitumælingar hér heldur er aðaláherslan á að bæta almennt hreysti en auðvitað leggjum við mikið uppúr að námskeiðið sé skemmtilegt svo að fyrsta upplifun þeirra að styrktarþjálfun verði jákvæð og örvandi.
Fjögurra vikna lokað Metabolic námskeið fyrir 13-15 ára unglinga hefst 5. mars. Kennt í íþróttahúsinu á Ásbrú á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum klukkan 16.20.
Strætó stoppar kl 16.09 fyrir framan íþróttahúsið.
Skráning er í fullum gangi og nánari upplýsingar má finna hér http://www.styrktarthjalfun.is/sidur/unglingar-reykjanesbae