Metabolic er hrikalega skemmtilegt
,,Langflestir sem prófa Metabolic heillast strax af æfingakerfinu, þjálfurunum, iðkendahópnum og aðstöðunni” segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir sem rekur Metabolic ásamt Helga Jónasi Guðfinnssyni og bætir við að félagsskapurinn sé alveg frábær í kringum Metabolic. Við tökum okkur ekkert allt of alvarlega og þrátt fyrir að maður sé oft alveg gjörsamlega búinn á því þá er alltaf mikið stuð og stutt í grínið. Sjálf hef ég alltaf verið “inn og út” í líkamsrækt í gegnum tíðina en ég var einmitt að rifja upp fyrir sjálfri mér að árið 2012 var fyrsta árið sem ég tók mér ekkert hlé frá líkamsrækt og ég þakka því bara helst hvað Metabolic er hrikalega skemmtilegt æfingakerfi og ég hlakka alltaf til að fara á æfingu til að taka á því og hitta skemmtilegt fólk. Fjölbreytileikinn er gífurlegur og það er vel passað uppá að maður æfi jafnt í öllum orkukerfunum þannig að maður er ýmist í brennslu, styrktarþjálfun, þolþjálfun eða kraftþjálfun. Þannig kemst maður í svo frábært alhliðaform.
Margir sækja í persónulegri þjálfun og þjónustu
Þrátt fyrir aukið framboð í líkamsrækt á Suðurnesjunum finnum við að það er stór hópur fólks sem finnur sig ekki inná líkamsræktarstöðvum og vill heldur æfa á minni og persónulegri stöðvum þar sem áherslan er meiri á einstaklinginn og mikla þjónustu. Þannig geta Metabolicar t.d. alltaf sótt mælingar, markmiðsviðtöl og yfirferð á matardagbókum í hverri viku án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir það.
Opin vika alla næstu viku
Það er endalaust að bætast í þennan góða iðkendahóp okkar og því fjölguðum við verulega tímum í töfluna fyrir vorið, bjóðum nú uppá 21 opinn tíma í hverri viku í Metabolic, Metabolic Advanced sem fyrir lengra komna og Metabolic Recovery sem eru nýir tímar hjá okkur þar sem unnið er með foamrúllur og teygt vel á til að hjálpa líkamanum við endurheimtur samhliða þrekþjálfuninni í Metabolic. Eitt af bjútíunum við Metabolic er að maður mætir bara eins oft og maður vill, þegar maður vill og þarf því ekkert að skrá sig sérstaklega í morgun-, hádegis-, eða seinnipartshóp. Til að fagna nýrri og glæsilegri töflu erum við með opna viku alla næstu viku þar sem fólki gefst kostur á að koma og prófa alla vikuna og má nálgast nýju töfluna hér.
Faglærðir og skemmtilegir þjálfarar
,,Skv. gæðakönnun sem við gerðum meðal iðkenda okkar erum við klárlega á réttri leið í þjálfun okkar” segir Gunnhildur. Iðkendur eru yfir sig ánægðir, ekki bara með æfingakerfið sem slíkt heldur einnig með þjálfarana. Eitt af okkar gildum er að við ráðum aðeins til okkar faglærða þjálfara þannig að iðkendur okkar geti gengið að því vísu að það sé verið að segja þeim rétt til. En það er ekki nóg að vera faglærður, það þarf líka að vera virkilega skemmtilegur og hvetjandi og það eru þau öll klárlega þau Helgi Jónas, Dunna, Einar Ingi og Inga Fríða.
Lokað námskeið fyrir þá sem vilja létta sig
Metabolic býður ekki lengur uppá stutt átaksnámskeið því eins og Gunnhildur bendir á, er reynslan af þeim iðulega sú að fólk tekur sig vel á í þær 4-6 vikur sem námskeiðið varir en springur svo eins og blaðra að því loknu. Við ætlum að nálgast þetta af meiri fagmennsku og kynnum til sögunnar alveg nýtt námskeið sem heitir Lifestyle Club og er ætlað þeim sem eru allt að 50 kílóum of þungir. Þetta er 3ja mánaða námskeið þar sem er blandað saman þjálfun og heilsumarkþjálfun þar sem þátttakendur ræða við þjálfara one-on-one einu sinni í viku og stíga alltaf nýtt skref í átt að betri lífsstíl í hverri viku. Það eru gífurleg viðbrögð við þessu námskeiði segir Gunnhildur og greinilegt að við erum að mæta mikilli þörf með þessu. Vandamálið með þyngdina liggur nefnilega oftast í hausnum á okkur og hér verður aðalfókusinn á að koma honum í lag.
Auk Lifestyle Club eru einnig að byrja lokuð námskeið fyrir nýbakaðar mæður og fyrir kylfinga sem vilja bæta golfsveifluna. Þá erum við einnig með afreksíþróttamenn í sérhæfðri afreksþrekþjálfun á kvöldin.
Þótti brjáluð að hafa farið út í þetta
Þau Gunnhildur og Helgi reka ekki bara Metabolic í Reykjanesbæ heldur eru þau með starfsstöðvar út um allt land, á 12 stöðum í dag og fer þeim ört fjölgandi. Gunnhildur starfaði áður sem forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis og fannst mörgum hún brjáluð að segja því starfi upp og fara í fyrirtækjarekstur á erfiðum tímum. ,,Ég átti æðislegan tíma í Keili með yfirburðar samstarfsfólki en ég fann bara að minn tími var kominn Metabolic togaði í mig” segir Gunnhildur sem segist ekki sjá eftir neinu og horfir björtum augum á framtíð Metabolic. Við erum markvisst að fara að breiða út Metabolic boðskapinn enn frekar á Íslandi og teljum okkur nú tilbúin til þess að bjóða erlendum aðilum uppá að kenna eftir okkar kerfi en fjöldamargir íslenskir þjálfarar sem eru búsettir erlendis hafa sóst eftir að fá að vera með leyfi frá okkur. Það er mjög gaman að vera frumkvöðull segir Gunnhildur að lokum.
www.metabolic.is
http://www.facebook.com/MetabolicReykjanesbae