Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Menn töpuðu bara hausnum“
Mánudagur 31. janúar 2005 kl. 11:21

„Menn töpuðu bara hausnum“

Grindavík féll niður í 8. sæti Intersport-deildarinnar er þeir köstuðu frá sér unnum leik gegn Fjölni í Röstinni í gærkvöldi. Lokatölur voru 98-102 fyrir nýliða Fjölnis, en þeir völtuðu yfir heimamenn á lokakafla leiksins.

Leikurinn var afar jafn og spennandi framan af og munaði sjaldnast meira en 5 sigum á liðunum í fyrri hálfleik. Grindvíkingar virtust þó yfirleitt vera skrefinu á undan og fóru Páll Axel Vilbergsson og Darrel Lewis fyrir sínum mönnum ásamt því að Morten Szmiedowicz átti góða innkomu. Hjá Fjölni var þó hinn magnaði Jeb Ivey í miklu formi og hélt sínum mönnum inni í leiknum með frábærri hittni.

Staðan í hálfleik var 50-49 heimamönnum í vil, en Grindvíkingar náðu góðum kafla í upphafi 3. leikhluta þar sem þeir náðu 8 stiga forkoti, 74-66, en Fjölnismenn með Ivey í broddi fylkingar náðu að minnka muninn í 77-72 fyrir lokaleikhlutann.

Gestirnir voru ekki lengi að jafna leikinn og var staðan 79-79 eftir rúma mínútu. Staðan hélst nokkuð jöfn um stund en þá tók Darrel Lewis til sinna ráða og var aðalsprautan í 8-0 kafla sem breytti stöðunni í 91-83 og sigurinn virtist í höfn.

Jeb Ivey hafði þó ekki sagt sitt síðasta og var maðurinn á bak við upprisu Fjölnismanna sem áttu lokakaflann með húð og hári og ruku framúr ráðalausum Grindvíkingum.

Þeir náðu 3 stiga forystu, 99-102, þegar um 20 sek voru eftir af leiknum og Nemanja Sovic batt endahnútinn á góðan sigur með vítaskoti stuttu síðar.

Grindvíkingar eru því í baráttu um að komast inn í úrslitin og verður að segjast að ef þeir ætla sér einhverjar rósir þar verður að fara að huga að Kanamálum. Nýju mennirnir, Terrel Taylor og sérstaklega Taron Barker hafa lítið sýnt sem réttlætir veru þeirra í þessu liði.

Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur harmaði enn einn leikinn sem liðið glutraði frá sér með einbeitningarleysi. „Menn töpuðu bara hausnum og hættu að hugsa um leikinn. Það er ótrúlegt að svona leikreyndir menn skuli leyfa sér að láta valta svona yfir sig á lokakaflanum og svona einbeitningarleysi gengur ekki til langs tíma.
Við vorum að leyfa þeim að skora allt of mikið af auðveldum körfum bara út af aumingjaskap í vörninni og getum kennt okkur sjálfum um þetta tap.“

Tölfræði leiksins

VF-myndir/Þorgils Jónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024