Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Meistararnir komu heim í gær
Þriðjudagur 30. maí 2006 kl. 12:15

Meistararnir komu heim í gær

U 18 ára lið karla kom til Íslands í gær með Norðurlandameistaratitilinn sem þeir unnu annað árið í röð. U 18 ára lið kvenna hafnaði í 2. sæti í mótinu annað árið í röð en U 16 ára karla varða að sætta sig við bronsið. U 16 ára kvenna tapaði öllum fjórum leikjunum sínum í mótinu.

Suðurnesin áttu fjölmarga fulltrúa í liðunum fjórum sem kepptu á mótinu en María Ben Erlingsdóttir, Keflavík, var valin í úrvalslið mótsins sem og Sigurður Þorsteinsson, Keflavík.

Mynd 1: Brynjar Björnsson, KR, lyftir sigurlaununum á loft fyrir ljósmyndara Víkurfrétta.

Mynd 2: Þröstur Leó Jóhannsson, Keflavík, átti í vandræðum með að hemja brosið enda vart annað hægt þegar maður er Norðurlandameistari.

Mynd 3: Erlingur Hannesson, yfirfararstjóri í ferðinni, átti við sama skemmtilega vandamál að stríða og Þröstur og var ekkert að leyna því.

VF-myndir/ [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024