Meistararnir kepptu við NES í boccia
Nýkrýndir Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfubolta mættu á æfingu hjá íþróttafélaginu NES á miðvikudag. Skipt var í fjögur lið og kepptu meistararnir við „úrvalslið“ NES í boccia og var mikil stemning á svæðinu. Úrslit í leikjunum lágu ekki fyrir þegar ljósmyndari yfirgaf svæðið en það leit þó út fyrir að NES væri öllu sterkara.