Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 2. desember 1999 kl. 16:23

MEISTARARNIR Í JÓLAKÖTTINN?

Topplið Keflvíkinga í 1. deild kvenna tók Tindastól í bakaríið um helgina og hefndu ófara karlaliðsins dyggilega. Fyrri leikurinn fór 90-35 og sá seinni 108-55. Leikirnir voru lítið spennandi nema fyrir yngri og óreyndari leikmenn Keflvíkinga sem fengu gott tækifæri og öfluðu sér dýrmætrar reynslu í efstu deild. Kristinn Einarsson, þjálfari Keflvíkinga, hlýtur að hafa haft hugann við toppslaginn 9. desember er lið hans mætir KR-ingum í vesturbænum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024