Meistarar meistaranna í Röstinni
Grindavík - Keflavík í fyrsta stóra leik tímabilsins
Körfuboltinn rúllar af stað hjá körlunum í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti bikarmeisturum Keflavíkur í Röstinni kl. 19:15 í árlegum leik Meistara meistaranna. Hér er um fyrsta titil vetrarins að ræða og því um að gera fyrir körfuknattleiks unnendur að fjölmenna í Grindavík. Allir ágóði af leiknum rennur til landsliðsstarfs KKÍ. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt fyrir börn.