Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Meistarar meistaranna í körfubolta
Föstudagur 3. október 2003 kl. 09:57

Meistarar meistaranna í körfubolta

-leikið í Keflavík til styrktar félaginu Einstök börn.

Á sunnudag verður keppnin um nafnbótina meistarar meistaranna í körfuknattleik verður haldin í íþróttahúsinu í Keflavík. Kvennaliðið hefur leik kl. 17 þegar Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti Stúdínum. Kl. 19:15 tekur karlalið Keflvíkinga á móti Snæfelli. Allur aðgangseyrir og tekjur af leiknum renna til félagsins Einstök börn, sem er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma. Karlalið Keflavíkur vann síðast titilinn meistarar meistaranna árið 1997.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024