MEISTARAR MEISTARANNA!
Bikarmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik lögðu Íslandsmeistara Keflavíkur í leik um titilinn Meistarar meistaranna í Keflavík á þriðjudagskvöld. Lokatölurnar voru 111:92. Purnell Perry var stigahæstur með 23 stig. Að ofan er Teitur Örlygsson, sem skoraði 19 stil í leiknum, með sigurlaunin. Keflavíkingar eru hins vegar Reykjanesmeistara eftir að hafa lagt Njarðvík fyrir helgi.