Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 19. júlí 2000 kl. 20:22

Meistaramótspunktar...

Níu manns úr þremur ættliðum fjölskyldu Guðmundar Rúnars Hallgrímssonar og Gerðu Halldórsdóttur tóku þátt í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja. Guðmundur eldri, Gerða og barnabarn þeirra Heiðrún Rós Þórðardóttir komust öll á verðlaunapall. Sá fjórði datt út fyrir ótrúleg mistök. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, yngri var nokkuð öruggur með að vinna til verðlauna og var í 3. sæti eftir 3 hringi af fjórum í meistaraflokki karla. Þá kom í ljós að hann hafði undirritað skorkort sitt með rangri tölu á 8. holu annan daginn. Hafði skrifað 3 en átti að vera 4 högg. Það þýðddi frávísun úr mótinu. Sárgrætileg mistök hjá Guðmundi sem hafði leikið mjög gott golf. Guðmundur mun án efa ekki gleyma þessu meistaramóti en svipað atvik henti Írann Patraig Harrington í atvinnumannamóti á evrópsku mótaröðinni í vor. Þá gleymdi hann að undirrita skorkort sitt og það þýddi einnig frávísun. Harrington var með 5 högga forskot fyrir síðasta hringinn... Knattspyrnu- og körfuboltamenn létu ljós sitt skína á meistaramóti GS. Þeir Ragnar Ragnarsson, körfuboltamaður úr UMFN (bróðir Friðriks Ragnarssonar) og Þórarinn Kristjánsson, „bjargvættur“ Keflavíkur í knattspyrnunnni voru í tveimur efstu sætunum í 3. flokki. Ragnar var höggi betri en Þórarinn. Annar fótboltamaður úr Keflavík, Adolf Sveinsson sigraði í 4. flokki karla. Þar var í 3. sæti forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Skúli Þ. Skúlason sem er kominn með svakalega golfdellu eins og reyndar félagi hans í framsókn, Kjartan Már Kjartansson sem lék einnig í 4. flokki. Í 2. flokki var einnig knattspyrnumaður í toppsætinu, Jón Halldór Eðvaldsson en hann er markvörður Víðismanna í Garði og reyndar einnig þekktur körfuknattleiksdómari... Lögreglan á Keflavíkurflugvelli er með marga snjalla kylfinga innanborðs. Þrír þeirra lentu í verðlaunasætum í meistaramóti GS. Fyrst ber að nefna Óskar Halldórsson sem sigraði í 1. flokki og lék sannkallað meistaragolf, m.a. annan hringinn á tveimur undir pari, 70 höggum. Annel Þorkelsson varð annar í sama flokki og Rut Þorsteinsdóttir varð klúbbmeistari kvenna... Metþátttaka var í mótinu en 178 kylfingar tóku þátt og slógu rúmlega 55 þúsund högg, mörg góð en auðvitað mörg slæm. Bergvíkin heitir frægasta golfhola á Ísland, sú þriðja á Hólmsvelli í Leiru. Hún liggur meðfram sjónum og er slegið yfir víkina. Holan er sú erfiðasta að margra mati á Íslandi og ófáir lenda í því að slá bolta sína í sjóinn en hún er par 3. Í öðrum hring mótsins fengu til að mynda bræðurnir Arnar og Þröstur Ástþórssynir báðir 10 högg á holuna en daginn áður fékk Sigurður Lúðvíksson 15 högg án þess þó að slá út í sjó. Flest höggin voru slegin í sandgryfju við flötina....
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024