Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 22. apríl 2002 kl. 12:59

Meistaramót eldri borgara í billiard

Meistaramót eldri borgara í billiard í Reykjanesbæ verður haldið mánudaginn 29 .apríl klukkan 10:00 í félagsmiðstöðinni Fjörheimum. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Dreginn verður út billiardkjuði í mótslok. Gunnar Oddson formaður tómstunda- og íþróttaráðs Reykjanesbæjar mun opna mótið og boðið verður upp á kaffi og með því. Þrír efstu þátttakendurnir í mótinu munu svo etja kappi unglingalið Fjörheima í billiard.

Billiard eldri borgara er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Selsins og félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024