Meistarakeppni KKÍ í Toyotahöllinni
Meistarakeppni KKÍ fer fram á sunnudaginn kemur þar sem Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar karla og kvenna frá fyrra ári mætast. Leikið verður að þessu sinni í Toyotahöllinni í Keflavík. Kl. 16:30 mætast Keflavík og Grindavík í kvennaflokki, og í karlaflokki mætast Keflavík og Snæfell.
KKÍ hefur frá árinu 1995 látið allan ágóða sem kemur inn af leikjunum renna til ákveðins málefnis / samtaka. Í ár varð BUGL, Barna og Unglingageðdeild Landspítalans fyrir valinu.
1000 krónur kostar inn fyrir 16 ára og eldri, 500 krónur fyrir 6-15 ára og frítt inn fyrir 5 ára og yngri.
VF-MYND/JBÓ: Jón Norðdal og Hlynur Bæringsson munu berjast á sunnudaginn í Toyotahöllinni.