Meistaraflokkur GRV fær eina milljón
Grindavík styrkir Meistaraflokk GRV, sameinaðs liðs Grindavíkur, Reynis og Víðis, um 1.milljón kr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Grindavíkur afhenti Petru Rós úr stjórn meistaraflokksins, ávísun að upphæð 1.milljón króna.
Stelpurnar hafa staðið sig vel í 1.deild í sumar, þær eru nú í 2 sæti í sínum riðli á eftir ÍR.
Í kvöld taka þær á móti Akranesi klukkan 20:00 á Grindavíkurvelli.
Með sigri í leiknum færast stelpurnar nær takmarki sínu að spila í Landsbankadeildinni að ári.
Á vef UMFG segir að á bak við stelpurnar standi öflugt kvennaráð og fær þjálfari. Í liðinu eru góðir útlendingar sem og ungar og efnilegar stúlkur sem eru búnar að spila mikið saman. Ef við bætist góður stuðningur úr stúkunni þá geta þær náð langt.
Mynd: GRV veitir styrknum viðtöku í gær á bæjarskrifstofu Grindavíkur. Hólmfíður, Margrét, Bentína, Petra Rós, Jóna Kristín, bæjarstjóri og Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi.