Meistaraflokkar kvenna fá veglegan styrk
Bæjarráð hefur samþykkt að styrkja meistaraflokk kvenna í knattspyrnu og körfuknattleik á árinu 2002 um 600 þúsund krónur. Upphæðinni verður skipt jafnt á milli deildanna.
Í greinargerð sem bæjarstjóri lagði fram með tillögunni kom m.a. fram að brottfall kvenna úr íþróttum er mun meiri en karla. ,,Markmiðið með þessu átaki er að örva stúlkur til þáttöku í íþróttum og veita viðurkenningu fyrir mikla og góða ástundun og ágætan árangur. Bæjarráð vill með þessu einnig leggja áherslu á samstarf og samkennd með deildum UMFG og samstöðu um eflingu þeirra íþróttagreina sem stundaðar eru í Grindavík.’’ Tillagan var samþykkt samhljóða.
Í greinargerð sem bæjarstjóri lagði fram með tillögunni kom m.a. fram að brottfall kvenna úr íþróttum er mun meiri en karla. ,,Markmiðið með þessu átaki er að örva stúlkur til þáttöku í íþróttum og veita viðurkenningu fyrir mikla og góða ástundun og ágætan árangur. Bæjarráð vill með þessu einnig leggja áherslu á samstarf og samkennd með deildum UMFG og samstöðu um eflingu þeirra íþróttagreina sem stundaðar eru í Grindavík.’’ Tillagan var samþykkt samhljóða.