Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Meiðsli gætu sett strik í reikninginn
Mánudagur 7. maí 2007 kl. 14:21

Meiðsli gætu sett strik í reikninginn

Óvíst er hvort miðverðirnir Kenneth Gustafsson og Guðmundur Viðar Mete verði klárir í fyrsta leik gegn KR í Landsbankadeildinni í knattspyrnu þann 14. maí næstkomandi. Leikurinn fer fram á KR velli í Vesturbænum.

 

Á vefsíðunni, www.fotbolti.net kemur fram í dag að Guðmundur sem nýbúinn er að jafna sig á meiðslum í mjöðm hafi meiðst aftan á öðru lærinu síðasta fimmtudag. Ekki er útilokað að Guðmundur verði með gegn KR en það kemur í ljós síðar.

 

Þá hefur sænski miðvörðurinn Kenneth Gustafsson verið frá í nokkurn tíma sökum meiðsla en hann segist vera 100% klár í slaginn en ekki sé víst hvort hætt verið á að hann taki þátt í fyrstu leikjunum.

 

Eins og áður hefur verið greint frá fór Guðmundur Steinarsson af velli í gær í meistaraleiknum gegn FH en hann ákvað að taka ekki neina áhættu um leið og hann fór að finna fyrir gömlum meiðslum og hélt því á bekkinn.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

VF-mynd/ Kennet Gustafsson eftir leik með Keflavík á síðustu leiktíð.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024