Meiðslamenn snúa til leiks
Guðmundur Viðar Mete er í leikmannahóp Keflavíkur í kvöld þegar Keflvíkingar taka á móti Grindavík í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þá er það einnig fagnaðarefni fyrir Grindvíkinga að þeir Paul McShane og Óli Stefán Flóventsson eru komnir að nýju inn í lið Grindavíkur eftir meiðsli.
Guðmundur meiddist gegn ÍA í 8-liða úrslitum VISA bikarkeppninnar og óvíst var hvort hann yrði með í kvöld. Óli Stefán og Paul hafa misst úr síðustu leikjum vegna meiðsla en hafa nú snúið aftur.
Byrjunarliðin í kvöld eru eftirfarandi:
Grindavík:
Colin Stewart, markvörður, Kristján Valdimarsson, David Hannah, Óðinn Árnason, Óli Stefán Flóventsson, Paul McShane, Eysteinn Hauksson, Michael Jónsson, Jóhann Þórhallsson, Jóhann Helgason og Kofi Akinah.
Keflavík:
Ómar Jóhannsson, markvörður, Guðmundur Viðar Mete, Gujón Árni Antoníusson, Kenneth Gustafsson,
Dómari:
Ólafur Ragnarsson