McShane yfirgefur Grindavík
Knattspyrnumaðurinn Paul McShane samdi í gær við Aftureldingu og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins í 2. deild karla.
McShane kemur til liðsins frá Grindavík þar sem hann hefur leikið lengst af síðan hann kom fyrst til landsins árið 1998. Hann hefur einnig spilað með Fram og Keflavík á ferlinum.
McShane er 34 ára gamall en hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með Grindavíkur í sumar. Hann fékk sig lausan undan samningi frá Grindvíkingum á dögunum.