Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

McDowell rifti samningi sínum við Keflavík
Stephen McDowell er á förum frá Keflavík.
Föstudagur 14. desember 2012 kl. 13:33

McDowell rifti samningi sínum við Keflavík

Stephen McDowell hefur í samráði við KKD. Keflavíkur rift samningi sínum við félagið og mun halda vestur til..

Stephen McDowell hefur í samráði við KKD. Keflavíkur rift samningi sínum við félagið og mun halda vestur til heimalands síns á morgun. Kappinn mun svo eftir áramót hefja nýtt ár með nýju liði á Kýpur. 

Þetta staðfesti Jón Halldór Eðvaldsson aðstoðarþjálfari Keflavíkur við Karfan.is í gærkvöld. Stephen spilaði rúmar 20 mínútur gegn Njarðvík í gærkvöld og tryggði Keflvíkinga inn í framlengingu með flautukörfu.

Stephen spilaði 4 leiki fyrir Keflavík og skoraði í þeim að meðaltali 17 stig og sendi 4.5 stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024