McCallum kýldi Pálínu í magann
- Myndband
Erlendur leikmaður KR í Dominos-deild kvenna í körfubolta, Shannon McCallum, kýldi Pálínu Gunnlaugsdóttur, fyrirliða Keflavíkur í magann í leik liðanna þegar Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli KR-inga. Dómarar leiksins dæmdu ásetningsvillu en sjálfsagt hefði verið réttast að vísa McCallum út úr húsi. Pálína lét McCallum hafa fyrir hlutunum með frábærum varnarleik en svo virðist sem sú síðarnefnda hafi látið það fara í verulega í taugarnar á sér með fyrrgeindum afleiðingum.
Pálína var kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Í myndbandi á vef Rúv má sjá atburðinn nánar.