Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mathiesen ekki áfram með Keflavík
Mánudagur 3. nóvember 2008 kl. 14:12

Mathiesen ekki áfram með Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samningur Hans Mathiesen við Keflavík verður ekki endurnýjaður og þá ganga samningaviðræður Þórarins Brynjars Kristjánssonar við félagið hægt. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, staðfesti í samtali við Vísi að Mathiesen væri farinn frá félaginu og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. Mathiesen kom við sögu í 20 leikjum með Keflavík í sumar og skoraði í þeim eitt mark.

Hann lék þar áður í þrjú ár með Fram, frá 2005 til 2007, alls 35 deildarleiki en hann skoraði eitt mark í þeim.

Um miðjan október rann út samningur Þórarins Brynjar Kristjánssonar við Keflavík. Þórarinn sagði í samtali við Vísi að Keflvíkingar hafi gert sér tilboð sem hann hafi ekki tekið. „Ég sendi þeim gagntilboð en því hefur ekki verið svarað. Málin eru því stopp eins og er," sagði Þórarinn sem æfir þó með Keflavík þar til annað kemur í ljós.

Mynd/VF: Hans Mathiesen og Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur.