Master Sigursteinn stóð að æfingabúðum í Akademíunni
Metnaðarfullar Taekwondo æfingabúðir fyrir 12 ára og yngri voru haldnar í Íþróttaakdemíunni fyrir skemmstu þar sem master Sigursteinn Snorrason fór fyrir kennslunni.
Um 40 hressir krakkar tóku þátt í æfingabúðunum og komu flestir frá Keflavík en einnig mættu krakkar frá Grindavík, Aftureldingu, Selfossi, Fjölni og HK sem tóku þátt. Æfingabúðirnar voru sérstaklega fyrir keppnisbardaga í taekwondo og fengu þeir sem
tóku þátt í æfingbúðunum bók um bardaga eftir master Sigurstein.
Krakkarnir æfðu í samtals 6 klukkutíma og ættu því að vera reynslunni ríkari eftir þessar æfingabúðir. Eftir æfingabúðirnar var svo farið í sund og skemmt sér vel til að innsigla helgina.
VF-myndir/ Helgi Rafn Guðmundsson