Massi Íslandsmeistari í liðakeppni karla í kraftlyftingum
Opna Íslandsmótið í kraftlyftingum fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík sl. helgi. Njarðvíkingar stóðu sig með miklum sóma á mótinu og unnu til að mynda Íslandsmeistaratitil í liðakeppni karla þar sem að Massi hlaut 48 stig, þremur meira en lið Akureyrar sem hafnaði í 2. sæti. Þá eignuðust Njarðvíkingar tvo Íslandsmeistara í einstæklingskeppni þar sem að Hörður Birkisson vann -66kg flokkinn en hann lyfti 460 kílóum í samanlögðu skori. Þá sigraði Brynjólfur Jökull Bragason í -83kg flokki þar sem hann lyfti 602,5 kílóum í samanlögðu. Ellert Björn Ómarsson hafnaði í 3. sæti í sama flokki en hann lyfti samanlagt 510 kílóum. Þá varð Sindri Freyr Arnarson í 2. sæti í -74kg flokki en hann lyfti samanlagt 592,5 kílóum í samanlögðu.