Massa-menn gera það gott á Evrópumóti unglinga
Metin falla í Prag
Það voru kraftmiklir kappar sem héldu til Prag í Tékklandi á dögunum þar sem Evrópumótið í kraftlyftingum unglinga fer nú fram. Meðal keppenda voru Njarðvíkingarnir Daði Már Jónsson og Sindri Freyr Arnarson frá lyftingadeildinni Massa. Einnig var þjálfari þeirra Sturla Ólafsson með í för.
Sindri Freyr keppti í -66 kg flokki en þar hafnaði hann í 7. sæti. Sindri lyfti samtals 515 kg sem er Íslandsmet. Hann náði 185 kg í hnébeygju (bætti eigið Íslandsmet), 140 kg í bekkpressu (nýtt Íslandsmet) og 190 kg í réttstöðulyftu sem er persónulegt met.
Daði Már keppir í -74 kg flokki en hann náði 190 kg í hnébeygju, 140 kg í bekkpressu og 200 kg í réttstöðulyftu. Það gera samtals 530 kg. Daði hafnaði í 15. sæti í sínum flokki.
Grétar Hrafnsson, Daði Már og Sturla.