Martin sjóðandi í DHL-Höllinni
Nýliðar KR hafa yfir gegn toppliði Keflavíkur í hálfleik í toppslag liðanna í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Staðan í leikhléi er 45-37 KR í vil þar sem Monique Martin hefur farið á kostum.
Martin er komin með 34 stig í leikhléi og hefur drifið KR liðið áfram. Stigahæst í liði Keflavíkur í hálfleik er TaKesha Watson með 13 stig.
Síðustu tölur úr leik Hauka og Grindavíkur að Ásvöllum voru 42-46 Grindvíkingum í vil en leik fer þar brátt að ljúka.
Nánar síðar...