Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Marteinn skrifar undir hjá Reyni
Miðvikudagur 23. apríl 2008 kl. 10:36

Marteinn skrifar undir hjá Reyni

Knattspyrnumaðurinn Marteinn Guðjónsson skrifaði nýverið undir leikmannasamning við Reyni Sandgerði sem leikur í 2. deild á komandi knattspyrnusumri. Við sama tilefni gerði ksd Reynis fleiri samninga við leikmenn og þjálfara.
 
Marteinn er Sandgerðingur að upplagi og er því kominn heim eins og það er jafnan kallað. Þá sömdu Sveinn Vilhjálmsson, Guðmundur Gísli Gunnarsson og Jóhann Magni Jóhannsson einnig við félagið. Eysteinn Már Guðvarðsson sem leikið hefur með Víði verður aðstoðarþjálfari Reynis í sumar og verður því í brúnni með Bryngeiri Torfasyni þjálfara liðsins.
 
Mynd: www.reynir.isMarteinn og Guðmundur f.h. Reynis við undirritun samningsins á dögunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024