Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Marteinn Guðjónsson valinn bestur
Mánudagur 20. september 2010 kl. 11:47

Marteinn Guðjónsson valinn bestur

-Sveinn Pálsson gerður að heiðursfélaga Reynis


Marteinn Guðjónsson var valinn leikmaður ársins 2010  á árshátíð knattspyrnudeildar  Reynis sem fór fram laugardaginn 18. september. Hann fékk einnig verðlaun fyrir að vera valinn bestur að mati stuðningsmanna.

Birkir Freyr Sigurðsson var verðlaunaður fyrir mestu framfarirnar á tímabilinu og Jóhann Magni Jóhannsson fékk verðlaun fyrir að vera markahæsti leikmaður liðsins sumarið 2010, en hann skoraði 11 mörk í deildinni og tvö í bikarnum.

Þá veitti stjórn knattspyrnudeildar þeim Guðmundi Skúlasyni og Ómari Svavarssyni viðurkenningar fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið undanfarin ár. Guðmundur hefur starfað sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar en Ómar hefur farið fyrir starfi unglingaráðs knattspyrnudeildar.

Aðalstjórn útnefndi Svein Pálsson heiðursfélaga í Ksf. Reynis en hann kom að stofnun félagsins fyrir 75 árum og hannaði Reynismerkið fyrir rétt um 60 árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024