Markvörður Grindvíkinga frá keppni í hálft ár
Grindvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir komandi knattspyrnusumar en markvörðurinn pólski, Maciej Majewski sleit hásin á æfingu í vikunni. Má búast við að Maciej verði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og mun því lítið sem ekkert geta spilað með Grindavík í 1. deildinni í sumar. Maciej er ekki eini leikmaður Grindavíkur sem glímir við meiðsli þessa dagana en þeir Hákon Ívar Ólafsson og Matthías Örn Friðriksson eru báðir að ná sér eftir fótbrot og þá eru Jósef Kristinn Jósefsson og Marínó Axel Helgason einnig báðir meiddir.