Marko Tanasic hættur hjá Njarðvík
Marko Tanasic hefur sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks Njarðvíkur sem leikur í 2. deild karla í knattspyrnu.
Þetta kemur fram á heimasíðu UMFN, en fréttirnar hljóta að koma á óvart þar sem Tanasic hefur einungis þjálfað liðið í um það bil eitt ár eftir að hann tók við starfinu af Helga Arnarsyni í fyrrasumar.Auk þess hefur Njarðvíkingum gengið vel í deildinni þar sem þeir eru í þriðja sæti, einungis þremur stigum á eftir toppliði Reynis.
Þetta er annað áfallið sem Njarðvíkingar v verða fyrir á stuttum tíma en um helgina yfirgáfu Dusan Ivkovic og Milos Tanasic, sonur Markos, liðið og gengu til liðs við Þrótt í Reykjavík.
Á vef UMFN þakkar stjórn knattspyrnudeildar Marko fyrir þá vinnu sem hann hefur unnið fyrir knattspyrnudeildina og óskar honum velfarnaðar.