Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 2. apríl 2002 kl. 13:32

„Markmiðið var að hafa gaman af þessu“ 9.flokkur stúlkna í Keflavík keppti á Scania-Cup

9. flokkur stúlkna í Keflavík í körfu lék einnig á Scania-Cup um páskana og stóðu þær sig nokkuð vel. Þær spiluðu fimm leiki á mótinu en þó þær hafi einungis unnið einn stóðu þær í hinum liðunum. Margrét Sturlaugssdóttir þjálfari sagði í samtali við blaðið að stelpurnar hefðu allar staðið sig mjög vel og í raun framar vonum. „Allar stelpurnar fengu að spila í öllum leikjunum enda var markmiðið með ferðinni fyrst og fremst að hafa gaman af þessu en auðvitað líka til að sjá hvar við stæðum miðað við aðrar þjóðir. Stelpurnar höfðu mjög gaman af þessu og þetta er ákveðin reynsla fyrir þær og þó svo þær hafi ekki endað í toppsæti stóðu þær sig frábærlega“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024